fbpx

Heilsuvikan hófst í morgun hér í FVA með kynningu á sal og að henni lokinni kepptu kennarar og nemendur sín á milli í 2500 metra róðri. Róið var af miklu öryggi og greinilega reynsluboltar á ferð í báðum liðum. Mjótt var á munum og svitinn bogaði af mannskapnum, en svo fór að lið kennara fór með sigur af hólmi. Ekki munaði þó nema um 120 metrum!

Steinunn Inga skólameistari ræsti keppnina!
Mikið kapp í báðum liðum
Þarna eygðu nemendur enn von…
Mikið keppnisfólk hér á ferð, takk fyrir frábæra keppni!

Í dag er svo á dagskrá fjallganga á Akrafjall með Jóku og Hildi Karen, mæting á bílastæðið við Akrafjall kl. 16:30. Í kvöld hefst Winter Cup fótboltamót kl. 20:30 á Jaðarsbökkum og vonandi mæta sem flestir að hvetja sitt lið til dáða. Eins og alþjóð veit þá er Winter Cup undankeppni fyrir West Side sem fer fram á fimmtudaginn þegar við í FVA tökum á móti liðum frá MB og FSN og keppt verður í hinum ýmsu íþróttagreinum svo og Gettu betur!