Konum og kynsegin í FVA, starfsfólki og nemendum, sem hyggjast mæta á baráttufund á Arnarhóli í tilefni af Kvennafrídeginum 24. október, býðst að fara með langferðabíl í boði skólans. Bílinn fer kl 12 frá FVA. Áætluð heimferð er um kl 16.
Skráning er nauðsynleg, á skrifstofu til kl 14 í dag.
Karlar og strákar mæta eins og venjulega á morgun en þurfa að spjara sig án kvenna. Sýnum samstöðu!