fbpx

Laust er til umsóknar starf sálfræðings í FVA, 50% starf á næstkomandi skólaári 2023-2024. Möguleiki er á kennslu í sálfræði í 50% starfshlutfalli eða öðrum verkefnum til viðbótar eftir samkomulagi.

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli á Akranesi, í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Skólinn starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru um 450 talsins og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Viðtöl, ráðgjöf og fræðsla til nemenda
  • Ráðgjöf til starfsfólks skólans
  • Samvinna við náms- og starfsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðing
  • Taka þátt í faglegu samstarfi og upplýsingagjöf

Hæfniskröfur

  • BS, Cand. psych-nám í sálfræði eða MSc. í klínískri sálfræði
  • Starfsleyfi sem sálfræðingur
  • Reynsla af að starfa með ungu fólki er mikilvæg
  • Kennslureynsla og leyfisbréf kennara er kostur
  • Faglegur metnaður, frumkvæði og jákvætt hugarfar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  • Kynningarbréf þar sem fram kemur hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur
  • Ferilskrá
  • Afrit af prófskírteinum og leyfisbréfi
  • Upplýsingar um umsagnaraðila sem hafa má samband við

Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisáætlun FVA við ráðningar í störf við skólann.

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.12.2022

Nánari upplýsingar veitir

Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari – steinunn@fva.is – 855 5720
Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi – gudruns@fva.is – 433 2519

Smelltu hér til að sækja um starfið