fbpx

Föstudaginn 17. febrúar kl 14:05 er starfsmannafundur í Salnum í FVA. Skólameistari stiklar fyrst á stóru um helstu verkefni sem erú í gangi og snúa að FVA sem fjölmennum vinnustað. Síðan er skipulagt hópastarf um samskipti og sátt um þau. Á fundinum er allt starfsfólk skólans auk fulltrúa nemenda sem munu m.a. vinna með sáttmálann á lýðræðisfundi 9. mars.

Með samskiptum er átt við ýmis viðbrögð sem við sýnum við hegðun annarra og sem aðrir sýna gagnvart hegðun okkar. Stundum í töluðu máli, stundum með látbragði, stundum í tölvupósti eða skilaboðum. Samskipti geta verið flókin og ef um samskiptavanda er að ræða getur hann verið af ýmsum toga. Saman leitumst við við að tryggja vönduð samskipti með samskiptasáttmála sem flestir á vinnustaðnum/skólanum koma að og verður aðgengilegur á vef skólans. Þegar sáttmálinn liggur fyrir er það sameiginleg ábyrgð okkar allra að vinna saman að því að hann sé virtur.