fbpx

Tveir fulltrúar frá FVA, þær Helena Valtýsdóttir og Ólöf H. Samúelsdóttir, eru nú í skólaheimsókn í 119 Acad.Mihai Arnaudo í höfuðborg Búlgaríu, Sofiu, á vegum alþjóðlegs verkefnis sem heitir Be Green.

Stúlkurnar á myndinni eru nemendur skólans og lóðsuðu okkar fulltrúa um skólann. Móttökurnar eru eins og best verður á kosið. Mikilvægi alþjóðasamstarfs verður seint ofmetið á okkar tímum.

Búlgarskir nemendur