fbpx

Við í FVA tökum þátt í svokölluðu SamSTEM verkefni sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins er að fjölga brautskráðum nemendum í raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði.

Sigríður Ragnarsdóttir og Þorbjörg Ragnarsdóttir eru tengiliðir við háskólakennara og rannsakendur sem standa að verkefninu. Ætlunin er að nýta það til að endurskoða starfshætti í háskólunum og móta bjargir (kennsluefni eða námskeið) sem nýtast við að efla nám í stærðfræði, raunvísindum og tæknigreinum. Því er mikilvægt að við veitum endurgjöf og ráðleggingar svo afurðir verkefnisins gagnist framhalds- og háskólunum sem best. 

Við tökum á móti fulltrúum háskólanna á mánudaginn, 18. september kl 11-13.