Þrátt fyrir nýjustu fréttir úr Félagsdómi ætlum við í Kennarafélagi FVA að halda okkur við áður boðaðan samstöðufund með Grundaskóla og Teigaseli í dag kl. 16:00.
Við getum rétt ímyndað ykkur tilfinningar félaga okkar að fara til baka á vinnustaðinn á þeim forsendum sem dómurinn í gær bauð uppá. Það hlýtur að vera þung undiralda á þessum tveimur vinnustöðum þessa dagana.
Mætum öll Í DAG kl. 16:00. Í boði eru brauðtertur, rjómatertur og kleinur; kaffiborð að hætti fyrri alda.
Sjáumst á fundinum og tökum vel á móti KÍ-félogum frá Grundaskóla og Teigaskóla!
