Hið árlega Skammhlaup FVA fór fram fimmtudaginn 6. nóvember. Nemendum skólans var skipt upp í 6 lið sem kepptu sín á milli í ýmsum þrautum, bóklegum og verklegum. Skammhlaupið hófst með pylsupartýi á sal skólans, að því loknu var skrúðganga frá skólanum í íþróttahúsið við Vesturgötu. Eftir hressilega keppni í íþróttahúsinu var haldið aftur upp í skóla þar sem keppnin hélt áfram. Eftir jafna og vægast sagt æsispennandi keppni fóru leikar svo að gráa liðið stóð uppi sem sigurvegari. Eins og sjá má á myndunum var Skammhlaupið virkilega skemmtilegt og vel heppnað í ár.