fbpx

Skammhlaupið í ár tókst afskaplega vel þrátt fyrir að kófið hafi sett strik í reikninginn. Það hefur ekki verið haldið í tvö ár svo það var uppsöfnuð spenna. Þetta var frábær skemmtun, fjör og kraftur í öllum, flottar þrautir, stigataflan að rokka og gríðarlegur metnaður í liðunum. Munaði alls 3 stigum á tveimur efstu en fjólubláir sigruðu. Skammhlaupið er komið aftur, skammhlaupið lengi lifi!