fbpx

Nokkrir nemendur af Starfsbaut skelltu sér í Skorradal. Þar ætla þau að dvelja í rúman sólahring ásamt kennurum sínum og verður gist í Skátafelli, sem er skáli Skátafélags Akraness.

Í ferðinni er meðal annars ætlunin að ganga um svæðið sem þau eru búin að vera að læra um í vetur. Sérstaklega verður farið yfir sögu Þórðar í Haga sem bjó þar skammt frá, en hann var litrík persóna sem margar skemmtilegar sögur eru til af. Svo verður grillað og haft gaman.