fbpx

Á morgun, síðasta vetrardag kl. 11:30, stendur Heilsueflingarteymið fyrir skólagöngu fyrir nemendur og starfsfólk í seinni tvöfalda tímanum. Þá fylgja kennarar nemendum að aðalanddyrinu og merkja við. Heilsueflingarteymið vísar veginn og verður gengin 30-60 mín löng leið (fer eftir veðri).

Munið að koma klædd eftir veðri og vel skóuð, við munum líklega ganga á malarvegum. Ekki nota bílinn sem úlpu!

Allir skrá gönguna í Strava klúbbinn okkar (Heim frá Tene) – skráningarleiðbeiningarnar (fyrir þá sem ekki eru komnir í klúbbinn) er að finna hér. Minnum á að það þarf alltaf að stilla hreyfinguna á RUN svo hún telji með í klúbbinn.

Við ætlum aldeilis að hala inn kílómetrunum þarna, enda vantaði 200 km upp á markmið fyrstu vikunnar (við þurfum um 1000 km á viku).

Að lokum hvetjum við öll til að vera virk í Tene verkefninu – hver km telur, bæði fyrir Strava klúbbinn og ekki síður manns eigin kropp og sál 😉

Hvetjið fólkið ykkar endilega í leiðinni til að styrkja Björgunarsveitina – en öll áheit munu renna óskert til Björgunarfélags Akraness þegar Tene-verkefninu lýkur – Áheit: 0133-15-405 kt. 681178-0239.