fbpx

Á ríkisstjórnarfundi rétt í þessu var tilkynnt um hertar sóttvarnaraðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í þeim felst meðal annars að öllum framhaldsskólum landsins er skellt í lás á miðnætti í kvöld og gildir bannið til 1. apríl.  

Næstu tvo daga, fimmtu- og föstudag, er því kennt með fjarkennslusniði í FVA, þar sem það er hægt. Allar upplýsingar um fyrirkomulag í hverjum áfanga eru í INNU.

Allar nánari upplýsingar verða birtar á vef skólans og facebooksíðu FVA jafnóðum og þær berast, fylgist með.