fbpx

Allir fyrrum 10. bekkingar sem eru innritaðir í FVA næsta skólaár mæta fimmtudaginn 17. ágúst kl. 10 í nýnemakynningu í sal skólans. Gengið er inn undir bogann sem snýr að Vogabraut og svo beint af augum inn í salinn. Forráðamenn eru einnig velkomnir. Dagskráin er til u.þ.b. kl. 12, að léttum hádegisverði meðtöldum.

Skólinn hefst skv. stundaskrá föstudaginn 18. ágúst.

Fjöldi nemenda við skólann í haust verða 517 og þar af 146 nýnemar.

Hlökkum til að sjá ykkur!