Jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun FVA
Jafnréttisáætlun FVA byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 (jafnréttislögum), með síðari breytingum (jafnlaunavottun) (lög nr. 56/2017) . Áætlunin kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja bæði starfsfólki skólans og nemendum þau réttindi sem kveðið er á um í lögunum. Hvað varðar starfsfólk fjallar áætlunin um hvernig því eru tryggð þau réttindi sem tilgreind eru í 19. – 22. grein laganna. Hvað varðar nemendur fjallar áætlunin um hvernig þeim eru tryggð réttindi sem tilgreind eru í 22. og 23. grein laganna. Áætlunin horfir jafnframt til laga nr. 86/2018 um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Einnig er horft til laga nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar. Þá er jafnrétti eitt af einkunnarorðum FVA (jafnrétti, virðing og fjölbreytileiki) og þannig samofið öllum grunnþáttum í skólastarfinu og jafnréttisáætlun.
Jafnréttisáætlun skal endurskoða á þriggja ára fresti.