fbpx

launastefna

Launastefna FVA

Launastefnu Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi (FVA) er ætlað að styðja við farsælan rekstur skólans og tekur til alls starfsfólks hans. Skólameistari ber ábyrgð á launastefnu. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu FVA og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Gæðastjóri/verkefnastjóri mannauðsmála sér um innleiðingu á jafnlaunakerfi sem og ber ábyrgð á rýni, viðhaldi og stöðugum úrbótum á því. FVA greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starf gerir um menntun, þekkingu, hæfni og ábyrgð í samræmi við starfaflokkun skólans og gildandi kjarasamninga.

  1. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af viðmiðum starfaflokkunar samkvæmt jafnlaunakerfi, svo sem menntun, þekkingu, hæfni, ábyrgð, frammistöðu, álagi og persónubundnum þáttum, samkvæmt stofnanasamningi eða öðrum skilgreindum viðmiðum.
  2. Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf. Í starfslýsingu koma fram allir meginþættir starfs, s.s. kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst.
  3. Launaákvarðanir skulu vera í samræmi við launauppbyggingu skólans, byggðar á málefnalegum forsendum, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
  4. Skólameistari ber ábyrgð á öllum launaákvörðunum og gætir samræmis við ákvarðanatöku þar um. Hann fer yfir laun alls starfsfólks árlega eða oftar til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum. Starfsfólk getur fengið viðtal við skólameistara um endurskoðun launa. Ákvörðun um launabreytingu skal tryggja samræmi í launasetningu skólans og viðhalda jafnlaunastefnu hans.
  5. Markmið FVA er að tryggja öllu starfsfólki skólans jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

14. janúar 2020
Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari

Hér má sækja Launastefnu FVA á pdf-formi