Á námsmatsdögum fengu nemendur í vélvirkjun og rafvirkjun Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar í heimsókn. Nemendur fengu kynningu á slökkviliðinu, starfsemi þess sem og fyrirlestur um eldvarnir. Einnig fór fram verkleg kennsla í notkun slökkvitækja og eldvarnateppa.
