fbpx

Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum þá er hefðbundinn smitrakningu hætt í skólum.

Við í FVA fáum ekki lengur formlegar tilkynningar um smitaða nemendur og starfsmenn.

Nemendur og starfsmenn þurfa að láta okkur vita af smitum. Við megum upplýsa starfsfólk og hópa um að þau eigi að fara í smitgát en ekki upplýsa hver sá smitaði er nema með leyfi viðkomandi.

Okkar vinnulag er að þegar nemendur hafa samband við okkur og láta okkur vita af smiti, mælumst við til að þeir hafi samband við kennarana sína og þá nemendur sem þeir hafa verið nálægt. Þá er sendur póstur frá skrifstofu skólans á þá kennara sem kenndu viðkomandi daginn fyrir smit.

Sýnum tillitssemi. Gætum varúðar, sprittum snertifleti og þvoum hendur. Sprittið fyrst og gríman svo!