fbpx

Söngkeppni framhaldsskólanna 2021 verður haldin annað kvöld, laugardaginn 9. október kl. 20:00, í Hljómahöllinni Reykjanesbæ. Upphaflega átti að halda keppnina í mars en henni var frestað. Nú er biðin loks á enda og helstu söngvarar skólaársins 2020-2021 fá loksins að stíga á svið og keppa fyrir sinn skóla.

Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands keppa þau Helgi Rafn Bergþórsson og Sigríður Sól Þórarinsdóttir og munu þau flytja lagið Breaking free úr High School Musical.

Hægt er að kaupa miða á tix.is og er takmarkað magn af sætum í boði. Ekki þarf að örvænta þótt ekki náist miðar því keppninni verður líka streymt á Vísir.is og Stöð 2 Vísi.

Við hlökkum til að fylgjast með spennandi keppni og vonum að þau Helgi Rafn og Sigga Sól skemmti sér stórkostlega!