fbpx

Frá foreldraráði FVA: Leiklistafélagið Melló er núna að setja upp söngleikinn Hlið við hlið sem byggður er á tónlist Frikka Dór. Einar Viðarsson leikstýrir. Búið er að velja í hlutverk, samlestri er lokið og æfingar hafnar. Stefnt er að sýningum fyrir páska.

Helgina 17.-19. mars stendur til að setja upp sviðsmyndina í Bíóhöllinni. Við óskum liðsinnis foreldra og forráðamanna, vina og vandamanna. Þau sem vettlingi geta valdið og eru tilbúin að aðstoða,  þó ekki væri nema nokkrar  klst, eru beðin um að setja sig í samband við Friðmeyju á netfangið nem.fa@365.fva.is.  Þetta verður létt og skemmtilegt, bara gaman saman!

Mynd af fb síðu Friðriks Dór(s?)