fbpx

Út er komið Minnisblað sóttvarnarlæknis sem leggur línur varðandi sóttvarnir frá og með mánudeginum 1. mars nk. Á vef stjórnarráðsins eru tilslakarnir sem snúa að skólastarfi svo skýrðar nánar.

Það helsta sem að okkur snýr er eftirfarandi: 

  • Grímuskylda EF EKKI er hægt að tryggja 1 m fjarlægð
  • 150 manns mega koma saman – með grímu (þó ekki fleiri en 50 starfsmenn) 
  • Á kaffistofu kennara mega vera 50 manns, stjórnendur snúa þangað aftur úr útlegð
  • Fjórir mega sitja saman á borði í mötuneytinu!

Áfram ber hver og einn ábyrgð á eigin sóttvörnum, þ.e. sápuþvo og spritta hendur, nota grímu, sótthreinsa snertifleti í kennslustofum og mötuneyti og sýna aðgát.