fbpx

Fjarkennslan er komin vel af stað eftir smávegis byrjunarörðugleika. Munum öll að hafa persónulegar sóttvarnir í heiðri meðan á þessu stendur. Ekki vera í fjölmenni (þess vegna eru allir heima núna í fjarkennslu), ekki hanga með vinunum næstu daga meðan smitið gengur yfir, muna að sápuþvo hendur, spritta snertifleti og halda hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki, æskilegt er að vera með grímu. Fara strax í sýnatöku ef einkenna verður vart.

Staðan í skólanum er þessi:

  • Mötuneyti er opið fyrir grunnskólanemendur – uppfært kl 11: mötuneyti lokað
  • Bókasafn: lokað
  • Heimavist: nemendur í afreksíþróttum eru þar í smitgát, aðrir farnir heim
  • Starfsbraut: fjarkennsla
  • Verknám: fjarkennsla
  • Dreifnám: kennt um helgina – uppfært kl 14.30: staðan tekin á morgun, föstudag
  • Námsráðgjafar, skólahjúkrunarfræðingur: eru til viðtals
  • Stjórnendur: standa vaktina á skrifstofunni, s. 433 2500

Fylgjum fyrirmælum um sóttvarnir!