fbpx

Á morgun, miðvikudaginn 10. nóvember, hefst staðkennsla að nýju í FVA. Heimavistarbúar geta snúið aftur til herberga sinna í dag, kl 17. Sóttvarnarðgerðir hafa verið hertar vegna fjölda smita síðustu daga og skv. nýrri reglugerð er skylt að bera grímu í skólanum en heimilt að taka hana niður í kennslustofu. Gildir sú regla til 8. desember.

Allir helstu snertifletir í skólahúsnæðinu hafa nú verið sótthreinsaðir, kennslustofur, heimavist o.s.frv. Munum að hafa ítrustu sóttvarnir í heiðri þegar við hittumst aftur: sápuþvo hendur, spritta snertifleti í kennslustofum og halda hæfilegri fjarlægð. Sjáumst í fyrramálið!