fbpx

Á mánudaginn hefst staðkennsla í öllum áföngum í FVA og er það mikið gleðiefni. En til þess að allt gangi sem best verðum við öll að leggjast á eitt og hjálpast að við smitvarnir. Helstu umgengnisreglur eru settar fyrir okkur næstu daga og vikur en þær miða að því að halda veirunni úti og gleðinni inni:

Sóttvarnir frá 11. janúar 2021

 • Grímuskylda (afhentar á staðnum). Spritt og handþvottur. Forðumst snertingu.
 • Það þarf ekki lengur að fara út til að fara í nýtt sóttvarnarhólf
 • Sprittstöð er við milli-innganga í skólanum. Allir staldra þar við og spritta sig
 • Gangar og anddyri eru samgönguæðar en þar skal ekki hópast saman. Hægri umferð á göngunum!
 • Kennslustofur standa opnar, fyrsti nemandi inn sest innst
 • Við hjálpumst öll að, kennarar og nemendur, við að sótthreinsa snertifleti í kennslustofum!
 • Stofur fyrir bóknám verða settar inn í Innu í dag, föstudag.
 • Og minnt er á : handþvottur er frábær smitvörn!

Eftirfarandi fjöldatakmarkanir gilda í FVA:

 • 30 mega vera í mötuneyti í einu, í þremur hólfum, forðist raðir og hópamyndun. Heitur matur. Langlokur til sölu í löngu frímínútum
 • 30 mega vera á bókasafni (2 m / gríma), forðist hópamyndun
 • Tölvuverið er opið (2 m / gríma), hver og einn sprittar lyklaborð og mús
 • Heimavist er opin en grímuskylda í sameiginlegum rýmum, heimilt að nýta eldhús eftir kl 17 ef allir sótthreinsa snertifleti jafnóðum

Vonir standa til að þetta fyrirkomulag geti gengið sem lengst og þá skiptir öllu máli að við stöndum saman í sóttvörnunum.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur!