Hefð er fyrir því að halda stærðfræðikeppni í FVA fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla á Vesturlandi. Skráðir keppendur í ár eru um 180 úr sjö skólum. Keppnin er haldin í FVA föstudaginn 8. mars og hefst kl 13. Öllum þátttakendum er boðið í pizzu að keppni lokinni.
Nemendur í 10 efstu sætunum í prófinu í hverjum árgangi koma síðan í verðlaunaafhendingu laugardaginn 13. apríl kl. 11 í sal skólans þar sem þeir fá viðurkenningarskjal og þrír efstu í hverjum árgangi fá verðlaun. Lausnir verða birtar eftir keppnina.
![](https://fva.is/wp-content/uploads/2024/03/Mathematics-Article-BANNER-1-scaled-1-1024x512.jpg)