fbpx

Hefð er fyrir því að halda stærðfræðikeppni í FVA fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla á Vesturlandi. Keppendur voru í ár samtals 124 úr sex skólum. Úr 8. bekk komu 55 nemendur, úr 9. bekk 28 og úr 10. bekk 41 nemandi.

Keppnin gekk vel og voru nemendur ánægðir með veitingarnar í lokin.

Nemendur úr 10 efstu sætum í hverjum árgangi komaí verðlaunaafhendingu laugardaginn 6. maí kl. 14 í GAMLA SAL (gengið inn Vallholtsmegin) þar sem þeir fá viðurkenningarskjal og þrír efstu verðlaun.

3. maí: Lausnir eru birtar hér!