3. október var Starfamessa 2025 haldin í FVA. Messan heppnaðist gríðarlega vel þar sem yfir 40 fyrirtæki og stofnanir kynntu störf sín, atvinnuvegi og framtíðarmöguleika fyrir áhugasömum nemendum og öðrum gestum. Við þökkum öllum, sýnendum og gestum, kærlega fyrir skemmtilegan og fræðandi dag.











