fbpx

Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 59,8 m.kr. til 32 skólaþróunarverkefna fyrir skólaárið 2024–2025. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 30. maí sl.

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Umsýsla er hjá Rannís. Áherslur sjóðsins árið 2024 voru:

  • Farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda
  • Teymiskennsla og samstarf

Samtals bárust sjóðnum 67 umsóknir og hlaut FVA 1.400.000 kr fyrir verkefnið „Þróun Módels fyrir starfstengda námslínu“. Bryndís Gylfadóttir, náms- og starfsráðgjafi í FVA, er verkefnastjóri.

Stjórnarráðið | Úthlutun úr Sprotasjóði 2024 (stjornarradid.is)

Bryndís Gylfadóttir og Guðrún S. Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafar í FVA taka á móti styrknum.