fbpx

Opnir dagar hófust í gær með þrusufyrirlestri frá Margréti Láru Viðarsdóttur, sálfræðingi og atvinnukonu í knattspyrnu, og Einari Erni Guðmundssyni, sjúkraþjálfara. Þau messuðu  yfir troðfullum sal m.a. um metnað til að ná árangri og sjálfsaga, svefn og örvandi drykkki (ath það er engin orka í Nocco, bara koffín) og voru ekkert að sykurhúða boðskapinn. Þú þarft að sofa amk 9 klst á nóttu til að vera í góðu jafnvægi, borða hollt og hreyfa þig; þetta er ekki flókið.