fbpx

Laugardaginn 13. maí fór fram afhending sveinsbréfa í rafeinda-, raf- og rafveituvirkjun á Hótel Reykjavík Grand við Gullteig í Reykjavík. Metfjöldi iðnaðarmanna fengu sveinsbréfin sín eða um 130 manns, þar af voru um 80 rafvirkjar. Sveinar voru frá öllum framhaldsskólum af landinu sem kenna rafiðngreinar.

FVA átti sína fulltrúa en fimm vaskir sveinar fengu sveinsbréf í rafvirkjun afhend en talið frá vinstri voru það Helgi Jón Sigurðsson, Hjörvar Óli Kristjánsson, Benedikt Rúnar Hermannsson, Andri Þór Einarsson og Erlend Magnússon.

Allir þessir ungu herramenn eru öflugir námsmenn og voru, eru og munu verða skóla sínum til sóma!