Dagana 9.-11. janúar þreytti fjölmennur hópur frá FVA sveinspróf í trésmíði við skólann. Hópurinn kláraði með glæsibrag og góðri meðaleinkunn. Nemendahópurinn samanstóð af 7 dagskólanemendum en hinir 17 komu úr dreifnámi sem kennt er um helgar, það er nám með fullri vinnu.


