fbpx

Það hefur heldur betur verið gestkvæmt í FVA síðustu vikur.  Vikuna 23.-29.mars voru hjá okkur þátttakendur í Erasmus+ verkefninu WIFII og síðustu daga hafa verið hjá okkur þátttakendur í Nordplus verkefninu Art Lighthouse sem er samstarfsverkefni FVA og skóla í Litháen og Finnlandi.  Angela og Arnar hafa haft umsjón með Nordplus og hafa brallað ýmislegt með gestunum þessa daga, t.d. skoðað Akranes, farið í tvær menningarferðir til Reykjavíkur og á Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Verkefnið hefur tekist afar vel og gestirnir sælir og þakklátir.
 
Í verkefni sem þessu þurfa nemendur að taka þátt og með okkur hefur starfað áhugasamur og öflugur hópur. Gestirnir frá Finnlandi, Litháen, Frakklandi, Spáni og Ítalíu hafa notið mikillar gestrisni hjá nemendum FVA og fjölskyldum þeirra. Við erum innilega þakklát og stolt af okkar fólki.