fbpx

Nemendum og starfsfólki FVA er boðið í bíó, miðvikudaginn 22. mars kl 16.10 í Bíóhöllinni á Akranesi á dönsku myndina DRUK. Í myndinni eru dregnar fram ýmsar afleiðingar ofdrykkju, með ekta dönskum húmor. Aðalleikarinn er hinn geðþekki Mads Mikkelsen. Í myndinni er sitthvað sem hægt er að taka til umræðu í námi og kennslu.

150 mega mæta! Forskráning nauðsynleg vegna sóttvarna – á skrifstofu FVA til kl 13 á miðvikudaginn.