HEIMAVIST
aðstaða
um heimavistina
Heimavist Fjölbrautaskólans á Akranesi var tekin í notkun árið 1984. Á henni er rúm fyrir 60 nemendur í 30 tveggja manna herbergjum. Í hverju herbergi er lítill eldhúskrókur með ísskáp, baðherbergi með sturtu, sófi, náttborð, skrifborð og hirslur. Mörg herbergjanna eru nýuppgerð og er vinna við að klára þá yfirferð í fullum gangi.
Í sameiginlegri aðstöðu á heimavist er setustofa með sjónvarpskrók og fullbúið eldhús sem vistarbúar hafa til afnota. Vistarbúar hafa einnig aðgang að fullbúnu þvottahúsi með þvottavélum og þurrkara.
Þjónusta
Heimavistin er opnuð við upphaf hverrar annar degi áður en kennsla hefst. Aðra hverja helgi í mánuði er heimavistin lokuð, skipulag lokunardaga er gefið út fyrir hverja önn með góðum fyrirvara. Mælst er til þess að nemendur yngri en 18 ára fari heim allar helgar.
Heimavistin verður lokuð eftirfarandi helgar á vorönn 2025:
18. til 19. janúar
1. til 2. febrúar
Í vorfríi 20. til 26. febrúar
8. til 9. mars
22. til 23. mars
Í páskafríi 12. til 21. apríl
10. til 11. maí
Heimavistin lokar kl. 17 daginn fyrir þessar lokunardaga og opnar aftur kl. 17 á síðasta degi lokunar. Heimavistin lokar vegna sumarfrís eigi síðar en 23. maí.
Við heimavistina starfar vistarstjóri sem er á staðnum alla daga og um helgar starfa næturverðir sem sjá um gæslu og aðra þjónustu við íbúa.
Mötuneyti geta vistarbúar nýtt sér í hádeginu alla virka daga og er það staðsett í húsnæði skólans gegnt heimavistinni, að öðru leyti sjá þeir sjálfir um fæði.
Þeir sem hafa forgang umfram aðra umsækjendur eru nýnemar í dagskóla á Akranesi sem eru yngri en 18 ára og eiga lögheimili í þeim sveitarfélögum á Vesturlandi sem standa að Fjölbrautaskóla Vesturlands. Miðað er við að nemendur sem fá vistarpláss njóti þess í a.m.k. tvö ár. Þetta er þó háð því að þeir uppfylli skilyrði sem kveðið er á um í reglum heimavistarbúa í námskrá.