Samstarfsfundur starfsfólks framhaldsskólanna á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn í FS mánudaginn 29. september. Þessir skólar hafa lengi unnið saman að ýmsum málum eins og námsframboði og skipulagi náms. Allt starfsfólk skólanna hittist síðan á tveggja til þriggja ára fresti og skiptast skólarnir á um að halda þá fundi.
Anna Sigurðardóttir og Hermína Gunnþórsdóttir fluttu erindi um gæði kennslu og ræddu sérstaklega um líðan nemenda í því sambandi. Viðar Halldórsson flutti erindi um félagslega töfra og hvernig þeim er ógnað í nútíma samfélagi. Starfsfólk skipti sér einnig í hópa eftir kennslugreinum og störfum og bar saman bækur sínar.
Virkilega góður dagur í FS.