Ungt umhverfisfréttafólk er verkefni sem skapar ungmennum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. Nemendur FVA í margmiðlun tóku þátt í keppninni í ár og komust 12 verkefni í úrslit og í þeim hópi áttu nemendur FVA þrjú þeirra! Þau eru:
Vapeland – Víðir Þór Vignisson
Agnir í hafinu – Krista Bríet Ólafsdóttir, Freyja Hrönn Jónssdóttir,
Endurunnið líf – Helga Rós Ingimarsdóttir og Rakel Sif Stefánsdóttir
Þau ásamt Angelu, kennara þeirra, mættu á uppskeruhátið Umhverfisfréttafólks á vegum Landverndar í dag.
Því miður lenti ekkert verkefni í sæti en dómnefnd unga fólksins valdi verkefnið Vapeland.




