Föstudaginn 16. ágúst er nýnemadagur í FVA en þá koma nýir nemendur (árg. 2008) i skólann. Nánari upplýsingar verða sendar öllum nýnemum þegar nær dregur.
Alls eru 117 nýnemar skráðir í skólann og við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur. Hádegissnarl er í boði.
Nýnemar, ekki plana neitt annað frá kl 10-14 þann 16. ágúst!
Nýnemar á heimavist: Fundur í Salnum kl 14 með vistarstjóra og forráðamönnum! Síðan verða lyklar að herbergjum afhentir
Þann 15. ágúst fá allir nýnemar sem hafa greitt skólagjöldin sendar upplýsingar um skólanetfang og aðgang að Menntaskýi (Microsoft Office365) og innra neti skólans. Á bókasafni er tölvuþjónusta þar sem hægt er að fá aðstoð, einnig er hægt að senda póst í hjalp@fva.is.
.