Um helgina voru afgreiddar umsóknir um töflubreytingar eins og nemendur geta séð í Innu. Ekki var hægt að verða við öllum óskum um töflubreytingar og þó eru enn laus pláss í nokkrum hópum.
Því hefur aftur verið opnað fyrir umsóknir um töflubreytingar. Verða þær opnar til kl. 10 í fyrramálið (þriðjudag) og afgreiddar fljótlega eftir það. Eru nemendur sem vilja bæta áfanga í töflu hvattir til að skoða meðfylgjandi lista yfir hópa með laus pláss, svo og stokkatöfluna, og sækja um að nýju.