Nú líður að skólabyrjun og vert að árétta að mælst er til þess að nemandi hafi með sér tölvu til að nota í náminu. Hún þarf ekki að vera glæný, kosta stórfé eða vera með frábært skjákort – nema hjá nemendum í rafvirkjun sem þurfa tölvu með a.m.k. 16GB RAM. Annars dugar að tölvan sé áreiðanleg, með gott net og þægileg í notkun. Og í þannig stærð að hægt sé að komast með hana milli staða. Einfaldast er að vera með PC tölvu því þær passa vel inn í kerfið hér hjá okkur (Windows & Microsoft).
Það er mikilvægt að kunna eitthvað aðeins á tölvuna sína áður en skólinn byrjar. Prófaðu að búa til aðgang og tölvupóst, fara á netið, komast á wi-fi, vita hvert niðurhöluð skjöl fara, búa til möppu t.d.
Nemandi þarf að hafa rafræn skilríki. Þau fást í banka.
Á vef skólans eru mikilvægar upplýsingar um allt sem viðkemur tölvunni þinni: sjá hér… (smelltu á myndina!)
