Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll, 16.-18. mars. Tveir nemendur keppa fyrir hönd FVA að þessu sinni, þau Anna Lilja Lárusdóttir og Bergur Breki Stefánsson, nemendur í rafvirkjun.
Við óskum ykkur góðs gengis í keppninni!
Á sama stað og tíma er kynning á framhaldsskólum á Íslandi. FVA er með glæsilegan kynningarbás, verið innilega velkomin!
