fbpx

Gagnlegar upplýsingar
frá Þórdísi Elvu

Á mánudaginn var Viku Sex í FVA startað hátíðlega með upplýsandi, áhrifaríkum og gagnlegum fyrirlestri Þórdísar Elvu um stafrænt ofbeldi. Troðfullur salur af spenntum áheyrendum. Þórdís Elva m.a. benti á eftirfarandi upplýsingaveitur:

www.barnaheill.is – aldursskipt úrræði fyrir undir 14 ára, 15-18 ára og 18 ára+ ungmenni (á íslensku).

www.112.is – þangað ber að leita þegar stafrænt ofbeldi er framið í íslensku samhengi.

www.stopncii.org – verkfæri sem tekur niður, og fyrirbyggir birtingu á nektarmyndum á Facebook, Instagram, Whatsapp, Twitter/X og Bumble (óháð aldri). Á ensku.

www.sasha.eu – verkfæri sem leitar uppi nektarmyndir og auðveldar eyðingu þeirra á öllu internetinu (óháð aldri). Á ensku.

www.takeitdown.ncmec.org – verkfæri sem leitar uppi nektarmyndir og aðstoðar þolendur undir 18 ára aldri. Á ensku. 

Ekki hika við að leita til stoðteymis FVA
með spurningar og vangaveltur

Bóka ráðgjöf

Mynd af fbsíðu Þórdísar Elvu