Minnt er á að tilkynna veikindi tímanlega. Nemendur eldri en 18 ára og foreldrar nemenda yngri en 18 ára geta tilkynnt veikindi í gegnum INNU. Einnig er hægt að tilkynna veikindi símleiðis á skrifstofu skólans, s. 433 2500. Veikindatilkynningar eiga að berast skólanum fyrir kl. 10 hvern veikindadag.
Nemendur eldri en 18 ára og forráðamenn nemenda yngri 18 ára geta óskað eftir leyfi frá skólanum vegna ferðalaga. Umsóknir er hægt að skrá í Innu og við afgreiðslu þeirra er tekið tillit til mætingar og námsframvindu hjá nemendum. Ekki er hægt að fá leyfi á prófa- og verkefnadögum í lok annar.
Nemendur geta hlaðið tölvur og tæki í þar til gerðum skápum í D-álmu skólans en þurfa að koma með hengilás til að læsa þeim. Hafðu samband við Leó ef eitthvað er óljóst.
Nemendur sem voru með skáp á síðustu önn þurfa að endurnýja leiguna fyrir klukkan 12 á hádegi föstudaginn 10. janúar. Eftir þann tíma verður klippt á lása og skáparnir leigðir öðrum. Hægt er að leigja skáp á skrifstofu skólans.
Vinsamlegast athugið hvort að símanúmer og netföng séu rétt skráð í Innu, hægt að laga með eigin puttum. Þessum upplýsingum er hægt að breyta í INNU undir Stillingar->Breyta persónuupplýsingum.
Skráning í áskrift í mötuneyti fer fram í mötuneyti. Athugið að hægt er að kaupa klippikort með 10 máltíðum á 12.500 krónur. Nemendum er bent á að hádegismaturinn í mötuneytinu er ódýrari ef keypt er föst áskrift heldur en ef greitt er fyrir stakar máltíðir. Verðlisti er á vef skólans og skráning hjá starfsfólki mötuneytisins.
Hafragrautur er í boði í mötuneytinu á hverjum morgni milli kl. 8 og 8:30 nemendum að kostnaðarlausu. Vellkomin öll!