Iðan fræðslusetur hefur tekið í notkun nýtt umsýslukerfi vegna sveinsprófa. Umsóknarferlið er allt orðið rafrænt í stað þess að sækja um á pappírsformi eins og hefur verið gert hingað til. Sótt er um í gegn um síðu Iðunnar, Iðan fræðslusetur (sjá mynd hér fyrir neðan). Gögnum sem þurfa að fylgja með umsókn er jafnframt skilað rafrænt í umsóknarkerfið og alltaf er hægt að fara inn á umsóknarvefinn og skila inn frekari gögnum eins og t.d. burtfararskírteini þegar það er klárt.
