Mikil aðsókn er að skólanum sem er þéttsetinn nú á haustönn. Að gefnu tilefni: það eru engin laus pláss í dreifnámi í húsasmíði!
Miklar framkvæmdir vegna endurbóta standa yfir í B-álmu skólans sem vonandi verður lokið þegar skólinn hefst.
Miðvikudaginn 16. ágúst kl 9 koma kennarar til starfa.
Á fimmtudaginn, 17. ágúst, er nýnemadagur kl 10-12, allir sem luku 10. bekk í vor mæta þá!
Sama dag kl 17 er kynningarfundur fyrir nýja vistarbúa (eldri velkomnir) og forráðamenn þeirra í Salnum.
Skrifstofan er opin til kl 15, ekki hika við að hafa samband í s. 433 2500.