fbpx

Fyrsti kennarafundur vorannar er 3. janúar kl 9 og er starfsfólki boðið til hádegisverðar í okkar góða mötuneyti að honum loknum.

Kennsla hefst 4. janúar skv. stundaskrá. Heimavist opnar kl 17, 3. janúar.

Stundatöflusmiðir eru mættir á skrifstofuganginn til að ljúka undirbúningi vorannar. Miklar pælingar voru undir lok haustannar um stokka í stundatöflunni og staðsetningu á miðvikudagsgati. Eftir að hafa velt upp alls konar möguleikum með nemendum og kennurum varð niðurstaðan sú að hafa stundatöfluna óbreytta að sinni!

Hér má sjá fyrstu stundatöflu Iðnskólans í Reykjavík frá árinu 1904. Önnin byrjaði 1. október og kennt öll kvöld nema sunnudagskvöld frá kl. 20-22.