fbpx

Íþróttir í dag kl. 14:00 í Íþróttahúsinu við Vesturgötu.  Val um eftirfarandi:

Íþróttasalur inni – körfubolti, skjóta á körfu og æfa tækni. 

Speglasalur í kjallara Íþróttahúss við Vesturgötu – rúlla, teygja og slökun.  Gott að mæta með handklæði (til að setja á dýnu), síma og heyrnatól ef þið ætlið að fara í slökun.  Við setjum inn slóð á Innu undir efni þar sem þið finnið góða slökun.

Mikilvægt að halda 2 m allan tímann. Við hvetjum ykkur til að koma klædd til að fara í tímann.  Ef þið ætlið að nýta búningsklefa þá geta bara verið 4 þar inni á hverjum tíma svo þið gætuð þurft að bíða aðeins.

Úti – Hjóla, ganga eða hlaupa – merkt við í anddyri eða fyrir utan anddyri (fer eftir veðri og fjölda).  Mikilvægt að koma til baka upp í íþróttahús að hreyfingu lokinni.