fbpx

Þar sem vorönn 2021 fer senn að renna sitt skeið er ekki úr vegi að rifja upp helstu atriði sem hafa þarf í huga á námsmatsdögum:

  • Námsmatsdagar hefjast föstudaginn 7. maí og þeim lýkur á sjúkraprófsdag, þann 21. maí.
  • Stundatafla fyrir námsmatsdagana hefur tekið breytingum og geta nemendur séð hana í INNU. Þar getur líka hver nemandi séð próftöfluna sína.
  • Prófstofur. Í upphafi hvers prófdags verður hengdur upp nafnalisti þar sem nemendur geta séð í hvaða stofu lokaprófið þeirra verður. Nemendur sem mæta í kennslustundir geta séð í INNU hvaða stofu þeir eiga að mæta í.
  • Vinsamlegast kynnið ykkur prófreglur skólans og aðrar upplýsingar vegna námsmatsdaganna. Þær er að finna hér. Það er jafnframt mikilvægt að þið skipuleggið undirbúning fyrir prófin ykkar. Hægt er að fá aðstoð við það hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans.
  • Ekki verður hægt að skrá veikindi í INNU á námsmatsdögum heldur þarf að hringja á skrifstofu skólans og láta vita. Nemendur eldri en 18 ára sem eru veikir í lokaprófi og hyggjast taka sjúkrapróf þurfa að skila vottorði vegna veikindanna. Hægt er að hafa samband við Írisi Björgu, skólahjúkrunarfræðing FVA vegna vottorðanna. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta staðfest veikindi á prófatíma.
  • Allar einkunnir verða komnar inn að morgni 25. maí. Þótt einkunn hafi verið skráð í INNU og birt nemendum, áskilur skólinn sér rétt til að leiðrétta mistök við útreikning eða skráningu einkunna.
  • Þriðjudaginn 25. maí kl. 11-11:45 gefst nemendum kostur á að skoða prófúrlausnir sínar og ræða námsmat við kennara sína. Nemendur eru hvattir til að mæta eða hafa samband á þessum tíma.
  • Nemendur eru minntir á að skila bókum á bókasafnið sem fyrst.