Laugardaginn 28. mars sl. fór fram útskrift sveina í rafvirkjun á Hilton Hotel í Reykjavík. Í máli Þórs Pálssonar, framkvæmdastjóra Rafmenntar kom fram að 170 nemar þreyttu sveinsprófið og af þeim stóðust 80 kröfur og útskrifuðust sem sveinar í rafvirkjun. Af þeim 80 sem luku sveinsprófi var aðeins ein kona sem segir okkur að við þurfum að kynna stúlkum betur framtíðarstörf í rafiðnaði!
Að auki luku 7 aðilar viðbótarnámi í rafiðnaði, 2 sveinar í rafvélavirkjun og 5 sveinar í rafveituvirkjun, þar af þrjár konur.
Að venju átti FVA vaska sveina við útskriftina sem luku allir sveinsprófi með góðum vitnisburði.

Rafvirkjar framtíðarinnar frá FVA: Kristján Magnússon, Ole Pétur Ahlbrecht, Ólafur Ían Brynjarsson og Davíð Ernir Jónsson