fbpx

Opnað hefur verið fyrir val fyrir næstu önn og á þessari slóð er að finna allar upplýsingar tengdar valinu: Námsáætlanir og val – Fjölbrautaskóli Vesturlands (fva.is)

Á miðvikudaginn kl. 14:15 fer fram kynning á áföngum í boði á Gamla sal og göngum skólans við bókasafnið. Þið eruð einnig velkomin að kíkja við hjá rafvirkjakennurum, húsasmíðakennurum og út í málmiðngreinahús ef þið viljið upplýsingar um iðnnámið.

Kíkið á lýsingu á brautinni sem þið eruð skráð á og veljið 6-7 áfanga í aðalvali og 2-3 í varavali. Á instagram reikningi skólans fjolbraut er að finna auglýsingar á áföngum í boði.

Nýnemar fá aðstoð við valið í lífsleikni í vikunni og allir nemendur eru velkomnir til áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fá aðstoð við valið.