fbpx

Í dag hefst kennsla í FVA á vorönn 2022. Fimmta önnin í kófi, ótrúlegt en satt! Þrátt fyrir illviðri í nótt, fjöldatakmarkanir vegna smita þessa dagana og hnökra á netsambandi og virkni tengla í B-álmu skólans vegna framkvæmda sem þar hafa staðið yfir alllengi, hófst skólastarf í morgun og ekki annað að sjá en allir væru glaðir að takast á við nám og kennslu á nýju ári. Eflaust eru sumir uggandi þar sem smit eru í hámarki á landsvísu en það er huggun í því að stór hluti landsmanna er nú tví- og þríbólusettur og í FVA eru allar sóttvarnir viðhafðar til hins ítrasta.