58 nemendur á Afreksíþróttasviði skólans skelltu sér í vettvangsferð í höfuðborgina, ásamt Hildi Karen og Áslaugu. Íþróttafræðideild Háskóla Íslands í Laugardal var heimsótt þar sem nemendur fengu kynningu á deildinni, skoðuðu rannsóknarstofuna og því starfi sem þar fer fram. Einnig fengu þau kynningu á nýrri Afreksíþróttamiðstöð Íslands frá starfsfólki afrekssviðs ÍSÍ, meðal annars um hvað afreksíþróttamiðstöðin mun bjóða upp á og hvað nemendum mun standa til boða þar. Ferðin endaði í Minigarðinum þar sem pizzahlaðborð beið nemenda og hægt var að fara í minigolf og pílu.

Virkilega góð ferð þar sem nemendur voru algjörlega til fyrirmyndar, áhugasöm og prúð.